■ Hringt eða símtali slitið
Hringt er úr tæki sem er tengt hljóðbúnaði á venjulegan hátt. Snúðu þér
að hljóðbúnaðinum þegar þú talar. Hámarkshljómgæði nást þegar engir
hlutir eru fyrir framan hljóðnemann og hann er fyrir framan þig.
Til að hringja aftur í númerið sem síðast var hringt í (ef tækið styður þá
aðgerð með hljóðbúnaðinum), ýtirðu tvisvar á svartakkann þegar ekkert
símtal er í gangi.
Til að gera raddstýrt val virkt (ef síminn styður þá aðgerð með
hljóðbúnaðinum), er svartakkanum haldið inni í um tvær sekúndur þegar
ekkert símtal er í gangi. Farðu eftir leiðbeiningunum í notendahandbók
tækisins.
Ýttu á svartakkann til að leggja á eða hætta við að hringja.