Nokia Speakerphone HF 310 - Pörun og tenging við annað tæki

background image

Pörun og tenging við annað tæki

1. Gættu þess að slökkt sé á hljóðbúnaðinum og að kveikt sé

á farsímanum.

2. Ef þú hefur aldrei áður parað hljóðbúnaðinn við tæki skaltu kveikja

á hljóðbúnaðinum. Hljóðbúnaðurinn fer í pörunarstillinguna og
græna stöðuljósið blikkar hratt.

Ef þú hefur áður parað hljóðbúnaðinn við annað tæki skaltu slökkva
á tækinu og kveikja á hljóðbúnaðinum.

3. Eftir u.þ.b. fimm mínútur skaltu gera Bluetooth-tenginguna virka

í farsímanum og stilla tækið á leit að öðrum Bluetooth-tækjum.
Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.

4. Veldu hljóðbúnaðinn (Nokia HF-310) á listanum yfir fundin tæki

í tækinu þínu.

5. Sláðu inn Bluetooth-lykilorðið 0000 til að para og tengja

hljóðbúnaðinn við tækið. Í sumum tækjum gæti þurft að koma
tengingunni á að pörun lokinni.

Ef pörunin tekst birtist hljóðbúnaðurinn á listanum yfir pöruð
Bluetooth-tæki í farsímanum.

Þegar hljóðbúnaðurinn hefur tengst tækinu þínu og er tilbúinn til
notkunar blikkar græna stöðuljósið hægt.

Hægt er að para hljóðbúnaðinn við allt að fjögur tæki en aðeins er hægt
að tengja hann við eitt tæki í einu.